Enski boltinn

Keane vorkennir dómurunum

Batnandi manni er best að lifa.
Batnandi manni er best að lifa. Nordic Photos/Getty

Enskir dómarar, sem hafa legið undir þungri gagnrýni undanfarið fyrir frammistöðu sína, hafa nú fengið stuðning úr óvæntri átt. Roy Keane, knattspyrnustjóri Sunderland, sem fór engum silkihönskum um dómara á leikmannaferli sínum, hefur látið hafa það eftir sér að hann vorkenni dómurunum.

"Ég held að það sé of mikil pressa á dómurum í dag. Það hljómar kannski einkennilega frá mér en ég veit það sjálfur að ég gerði mistök. ég get talið upp atvikið fræga gegn middlesbrough og viðurkenni að þar fór ég algjörlega yfir strikið," segir Keane.

Hann ítrekar mikilvægi þess að leikmenn og aðrir starfsmenn liðanna hagi sér vel. "Við verðum sífellt að minna leikmenn á að haga sér almennilega. Það sama gildir um knattspyrnustjóranna. það þýðir ekkert að hamast í dómaranum í níutíu mínútur líkt og sumir gera. Ég veit það af reynslunni," segir Keane.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×