Enski boltinn

Sunnudagsslúðrið á Englandi

NordicPhotos/GettyImages

Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent.

Arsenal mun bjóða 10 milljónir punda í Nicolas Anelka hjá Bolton til að fylla skarð Thierry Henry - Ýmsir. Tottenham landar Darren Bent eftir helgina - Ýmsir. Rangers mun vinna kapphlaupið um miðjumanninn Julien Faubert sem einnig er eftirsóttur af Tottenham og Roma - Sunday Mail.

Chelsea ætlar að bjóða 18 milljónir punda í 17 ára gamla framherjann Alexandre Pato - News of the World. Portsmouth mun landa David Nugent frá Preston með því að bjóða honum mun hærri vikulaun en Sunderland - The People. Everton ætlar að bjóða í Papa Bouba Diop - The People.

Manchester United hefur samþykkt 6 milljón punda tilboð Middlesbrough í framherjann Alan Smith - The People. Allt er siglt í strand í viðræðum Aston Villa og West Ham í fyrirhuguðum kaupum villa á miðjumanninum Nigel Reo-Coker - The People. Liverpool hefur neitað tilboði Newcastle sem bauð Michael Owen í skiptum fyrir John Arne Riise og Craig Bellamy - Ýmsir.

Millesbrough ætlar að bjóða í Javier Saviola hjá Barcelona - The People. Mörg lið eru á höttunum eftir Freddie Kanoute hjá Sevilla, en hann hefur þegar sagt að hann ætli ekki að fara frá spænska liðinu. Portsmouth og Newcastle vildu ólm fá hann í sínar raðir fyrir um 8 milljónir punda - The People og News of the World.

Manchester United mun gera nýtt tilboð í Fernando Torres hjá Atletico Madrid og hafaf hækkað tilboðið í 27 milljónir punda - Sunday Mirror. Liverpool er enn sagt á höttunum eftir Torres sem sagt er að tilbúið sé að greiða 25 milljónir punda fyrir hann - News of the World.

West Ham er tilbúið að greiða 11 milljónir punda fyrir Shaun Wright-Phillips - News of the World. Arsenal er á höttunum eftir miðjumanninum Alberto Aquilani hjá Roma - Sunday Mirror. Arsene Wenger verður boðinn nýr þriggja ára samningur hjá Arsenal á næstu dögum, en Thierry Henry segir að hann muni hafna því tilboði - News of the World og The People.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×