Erlent

Vonast til að mynda þjóðstjórn í Mekka

Mahmoud Abbas og Abdullah konungur
Mahmoud Abbas og Abdullah konungur AP

Fulltrúar beggja stríðandi fylkinga Palestínumanna, Hamas og Fatah eru nú í Mekka í Sádí-Arabíu þar sem viðræður fylkinganna um myndun þjóðstjórnar fara fram.

Abdullah konungur Sáda miðlar málum í viðræðunum sem eru taldar lokatilraun til að sameina þjóðina og forðast borgarastyrjöld. Mahmoud Abbas forseti Palestínu leiðtogi Fatah og Khaled Meshaal leiðtogi Hamas hittu konunginn hvor í sínu lagi í gær til að bera undir hann kröfur sínar í viðræðunum.

Mekka er helgasta borg múslima og vonast er til að andrúmsloftið þar hjálpi til við sáttaumleitanir. Fylkingarnar tvær hafa barist um völdin á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu síðan Hamas vann þingkosningar með miklum meirihluta á síðasta ári.

 

Mekka í Sádí-Arabíu, helgasta borg múslimaAP
Mekka er helgasta borg múslima og vonast er til að andrúmsloftið þar hjálpi til við sáttaumleitanir. Fylkingarnar tvær hafa barist um völdin á sjálfstjórnarsvæðum Palestínu síðan Hamas vann þingkosningar með miklum meirihluta á síðasta ári.
Khaled Mashaal leiðtogi HamasAP

Talið er að helstu átakamálin í myndun þjóðstjórnarinnar verði skipting embætta annars vegar og hinsvegar hvort viðurkenna eigi tilverurétt Ísraelsríkis. Hamas, sem fer með völdin í þinginu, hefur hingað til neitað að viðurkenna Ísraelsríki og fyrir vikið hafa vesturveldin sniðgegnið ríkisstjórn þeirra og hætt að veita Palestínu fjárhagsaðstoð.

Palestínumenn vonast til þess að þjóðstjórn muni binda enda á byssubardaga á götum úti, bæta samningsstöðu þjóðarinnar gagnvart Ísraelsmönnum og verða til þess að vestræn stórveldi láti af viðskiptaþvingunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×