Skagamenn unnu Víkinga í framlengingu í gær 11. júlí 2007 05:00 Jón Vilhelm Ákason tryggði Skagamönnum sigur á Víkingum í seinni hluta framlengingar og þar með sæti í 8 liða úrslitum. Fréttablaðið/eiríkur Sigurganga Guðjóns Þórðarsonar í bikarkeppninni heldur áfram en lið undir hans stjórn hafa unnið 20 leiki í röð í keppninni. Í gær lágu Víkingar, 2-1, fyrir ÍA í framlengdum leik. Skagamenn geta þakkað hinum 16 ára markverði, Trausta Sigurbjörnssyni, og Jóni Vilhelmi Ákasyni fyrir sigurinn. Trausti varði stórkostlega í leiknum og Jón skoraði glæsilegt sigurmark. Víkingar réðu ferðinni algjörlega í fyrri hálfleik en Skagamenn lágu mjög aftarlega líkt og áður og freistuðu þess að sækja hratt. Leikurinn var frekar bragðdaufur en í lok fyrri hálfleiks brast stíflan er Arnar Jón batt endahnútinn á góða sókn Víkings, hirti frákast eftir að hinn 16 ára markvörður ÍA, Trausti Sigurbjörnsson, hafði varið vel skalla Viðars Guðjónssonar. 0-1 í hálfleik sem var sanngjörn staða. Skagamenn voru eðlilega mun sókndjarfari í síðari hálfleik og komu framar á völlinn. Andri Júlíusson kom af bekknum fyrir Bjarna Guðjónsson, sem meiddist, í leikhléi og hann var aðeins búinn að vera á vellinum í tæpar þrjár mínútur þegar hann jafnaði leikinn fyrir ÍA. Bæði lið fengu ágæt færi til að gera út um leikinn og þá aðallega Víkingurinn Egill Atlason sem fékk ein þrjú dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að klúðra þeim öllum. Því varð að framlengja leikinn. Það var fátt um fína drætti í framlengingunni og áhorfendur voru farnir að búa sig undir vítaspyrnukeppni þegar Jón Vilhelm þræddi sig glæsilega í gegnum vörn Víkings á 114.mínútu og lagði boltann svo í fjærhornið. Glæsilegt mark hjá Jóni sem hafði ekkert getað í leiknum fyrr en kom fram í seinni hálfleik framlengingarinnar. Það kallar maður að stíga upp á réttum tíma. Víkingar náðu ekki að nýta tímann sem eftir lifði til að jafna og ÍA fagnaði innilega. „Ég hélt að þetta væri að klúðrast í dag," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var ekki sáttur við sitt lið. „Mér fannst við vera mjög daprir og lengi að ná takti við leikinn. Þetta var tilviljanakenndur leikur en Jón prjónaði sig glæsilega í gegn og kláraði leikinn fyrir okkur en Víkingarnir létu okkur hafa fyrir þessu." Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með hversu illa hans menn fóru með færin í leiknum. „Ég er mjög ósáttur enda nýttum við ekki færin okkar, vorum miklu betri og gefum svo aulalegt mark. Mér fannst líka dómgæslan skelfileg og vil að það komi fram. Maður á kannski að taka sömu taktík og Gaui og fleiri og hrauna yfir dómara til að fá betri dómgæslu." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Sigurganga Guðjóns Þórðarsonar í bikarkeppninni heldur áfram en lið undir hans stjórn hafa unnið 20 leiki í röð í keppninni. Í gær lágu Víkingar, 2-1, fyrir ÍA í framlengdum leik. Skagamenn geta þakkað hinum 16 ára markverði, Trausta Sigurbjörnssyni, og Jóni Vilhelmi Ákasyni fyrir sigurinn. Trausti varði stórkostlega í leiknum og Jón skoraði glæsilegt sigurmark. Víkingar réðu ferðinni algjörlega í fyrri hálfleik en Skagamenn lágu mjög aftarlega líkt og áður og freistuðu þess að sækja hratt. Leikurinn var frekar bragðdaufur en í lok fyrri hálfleiks brast stíflan er Arnar Jón batt endahnútinn á góða sókn Víkings, hirti frákast eftir að hinn 16 ára markvörður ÍA, Trausti Sigurbjörnsson, hafði varið vel skalla Viðars Guðjónssonar. 0-1 í hálfleik sem var sanngjörn staða. Skagamenn voru eðlilega mun sókndjarfari í síðari hálfleik og komu framar á völlinn. Andri Júlíusson kom af bekknum fyrir Bjarna Guðjónsson, sem meiddist, í leikhléi og hann var aðeins búinn að vera á vellinum í tæpar þrjár mínútur þegar hann jafnaði leikinn fyrir ÍA. Bæði lið fengu ágæt færi til að gera út um leikinn og þá aðallega Víkingurinn Egill Atlason sem fékk ein þrjú dauðafæri en á einhvern ótrúlegan hátt tókst honum að klúðra þeim öllum. Því varð að framlengja leikinn. Það var fátt um fína drætti í framlengingunni og áhorfendur voru farnir að búa sig undir vítaspyrnukeppni þegar Jón Vilhelm þræddi sig glæsilega í gegnum vörn Víkings á 114.mínútu og lagði boltann svo í fjærhornið. Glæsilegt mark hjá Jóni sem hafði ekkert getað í leiknum fyrr en kom fram í seinni hálfleik framlengingarinnar. Það kallar maður að stíga upp á réttum tíma. Víkingar náðu ekki að nýta tímann sem eftir lifði til að jafna og ÍA fagnaði innilega. „Ég hélt að þetta væri að klúðrast í dag," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, sem var ekki sáttur við sitt lið. „Mér fannst við vera mjög daprir og lengi að ná takti við leikinn. Þetta var tilviljanakenndur leikur en Jón prjónaði sig glæsilega í gegn og kláraði leikinn fyrir okkur en Víkingarnir létu okkur hafa fyrir þessu." Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, var ekki ánægður með hversu illa hans menn fóru með færin í leiknum. „Ég er mjög ósáttur enda nýttum við ekki færin okkar, vorum miklu betri og gefum svo aulalegt mark. Mér fannst líka dómgæslan skelfileg og vil að það komi fram. Maður á kannski að taka sömu taktík og Gaui og fleiri og hrauna yfir dómara til að fá betri dómgæslu."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira