Enski boltinn

Eintóm gleði hjá Coppell

NordicPhotos/GettyImages

Steve Coppell, stjóri Reading, gat ekki annað en hrósað sínum mönnum eftir að þeir náðu 1-1 jafntefli við Manchester United á útivelli í fimmtu umferð enska bikarsins í dag. Lið Reading hefur verið sannkallað Öskubuskuævintýri á Englandi í vetur eftir að það vann sér sæti í úrvalsdeildinni síðasta vor.

"Strákarnir börðust eins og ljón í dag og náðu frábærum úrslitum," sagði Coppell, sem hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum í dag líkt og kollegi hans Alex Ferguson - sem þó hefur úr öllu stærri leikmannahópi að velja.

"Ef einhver hefði sagt mér fyrir tveimur árum að við ættum eftir að vera að spila við Manchester United á þessum tímapunkti og að við næðum jafntefli í tveimur af þremur viðureignanna, hefði ég ekki trúað því. Við fögnum því að fá annan leik við stórlið eins og United og ég get ekki hrósað leikmönnum mínum nógu mikið fyrir það eitt að standa í þeim," sagði Coppell ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×