Erlent

Lögreglan í Bretlandi ber kennsl á grunaðan morðingja Litvinenkos

Alexander Litvinenko á dánarbeðinu
Alexander Litvinenko á dánarbeðinu MYND/AP
Lögreglan í Bretlandi hefur borið kennsl á manninn sem þeir telja að hafi byrlað Alexander Litvinenko eitur, að sögn The Times. Mynd náðist af grunuðum morðingja á eftirlitsmyndavélar á Heathrow flugvelli þegar hann kom til landsins frá Hamborg 1. nóvember til að framkvæma morðið. Vinir njósnarans fyrrverandi segja að hér hafi verið á ferð leigmorðingi: Hann hafi verið ráðinn til verksins af ráðamönnum í Kreml, og svo horfið jafnskjótt og hann hafði byrlað Litvinenko banvænan skammt af polonium-210, geislavirku efni, á í tebolla á hótelherbergi í London.

Litvinenko er sagður hafa gefið greinargóða lýsingu á manninum áður en hann lést 23. nóvember, sl. Lögregla ætlar ekki að birta myndirnar af manninum að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×