Erlent

Vann 20 milljarða í lottói

Það var einn heppinn íbúi í Indiana-ríki í Bandaríkjunum sem vann jafnvirði rúmlega tuttugu milljarða íslenskra króna í bandaríska ofurlottóinu í gær. Potturinn var orðinn svona stór því enginn hafi hreppt fyrsta vinning síðan í lok júní. Hægt er að kaupa miða í tuttugu og níu ríkjum Bandaríkjanna.

Næst verður dregið í ofurlottóinu á miðvikudaginn og þá er potturinn aðeins jafnvirði níuhundruð sjötíu og fjögurra milljóna króna. Þeim sem þykir það of lítið geta snúið sér að milljónalottóinu en miðar í því eru seldir í tólf ríkjum. Þar verður dregið á föstudaginn og potturinn nú þegar orðinn jafnvirði tæplega þrettán milljarða króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×