Erlent

Einn lagður inn á spítala eftir að hafa drukkið mengað vatn í Osló

Sníkjudýrið getur valdið niðurgangi, uppköstum og í sumum tilfellum reynst banvænt þeim sem neyta.
Sníkjudýrið getur valdið niðurgangi, uppköstum og í sumum tilfellum reynst banvænt þeim sem neyta.

Íbúar Óslóar þurfa að minnsta kosti að bíða í tvær vikur áður en þeir geta óhræddir neytt drykkjarvatns úr krönum á ný. Þangað til er fólki ráðlagt að sjóða allt vatn í þrjár mínútur fyrir neyslu. Einn maður hefur verið lagður inn á spítala.

Sérfræðingar hjá norsku vatnsveitunni vinna nú í því að greina umfang þeirrar mengunar sem fannst í einu helsta vatnsbóli Oslóarborgar í gær. Talið er að sú vinna taki að minnsta kosti tvær vikur.

Greint var frá því í gær að hættulegt sníkjudýr hafi fundist í drykkjarvatni frá veitu sem sér um 80prósent Oslóarborgar fyrir vatni. Um er að ræða svokallað Giargida sníkjudýr sem veldur miklum niðurgangi og uppköstum og getur í sumum tilfellum reynst banvænt. Sníkjudýrið hefur að öllum líkindum borist í vatnið úr manna- eða dýrasaur.

Fram kemur í norska dagblaðinu Aftenposten í dag að reynist mengunin vera mikil getur það tekið marga vikur ef ekki mánuði að hreinsa vatnsbólið.

Verdens Gang greinir frá því í morgun að einn maður sé nú í rannsókn á Ullevaal spítalanum í Osló. Grunur leikur á að maðurinn hafi drukkið mengað vatn en niðurstöður rannsóknar liggja ekki fyrir.

Yfir 6 þúsund manns veiktust þegar samskona mengun kom upp í Bergen árið 2004. Að minnsta kosti 150 hafa enn ekki náð sér af þeirri sýkingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×