Erlent

Hermönnum hugsanlega fækkað í 100 þúsund eftir rúmt ár

MYND/AP

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir vel koma til greina að kalla enn fleiri hermenn heim frá Írak en Bush Bandaríkjaforseti boðaði í ræðu á fimmtudaginn. Gates segir koma til greina að fækka hermönnum niður í hundrað þúsund fyrir lok næsta árs.

168 þúsund bandarískir hermenn eru nú í Írak og hafa ekki verið fleiri í einu. Frá febrúar hefur þeim verið fjölgað um þrjátíu þúsund. Bush sagði að þeim yrði fækkað um nærri þrjátíu þúsund fyrir júlí á næsta ári. Bæði Bush og Gates hafa þó lagt áherslu á að heimkvaðning hermanna velti á hve vel gangi að stilla til friðar í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×