Erlent

Hundruð manna votta Jeltsín virðingu sína

MYND/AP

Hundruð manna hafa lagt leið sína Frelsarakirkjuna í Moskvu í dag þar sem lík Borisar Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseta, hefur staðið uppi á viðhafnarbörum.

Jeltsín andaðist í gær, 76 ára að aldri, vegna hjartabilunar að því er talið er. Opinber útför þessa skrautlega stjórnmálamanns fer fram á morgun og þá hefur þjóðarsorg jafnframt verið lýst yfir í landinu.

Minningarbók mun liggja frammi í rússneska sendiherrabústaðnum á morgun frá klukkan tíu til fimm. Fyrstur til að rita nafn sitt í hana verður Geir H. Haarde forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×