Spænskur sálfræðingur er á leið til Kambódíu til að skoða konu sem margir telja að hafi gengið sjálfala í frumskóginum í tæpa tvo áratugi. Fjölskyldan segist þekkja aftur stúlku sem hvarf fyrir 19 árum. Efasemdarmenn segja hins vegar að stúlkan hafi líklega ekki dvalist í frumskóginum svo lengi og sé hugsanlega geðsjúk.
Sálfræðingurinn hefur unnið með kambódískum ættbálkum undanfarin fjögur ár og ætlar að reyna að lesa í atferli ungu konunnar, þar sem hún talar ekkert skiljanlegt tungumál.
