Erlent

Dash átta vél hlekkist á - enn einu sinni

Enn einni Dash átta flugvélinni hlekktist á í dag, í þetta sinn SAS flugvél sem var að lenda á Kaupmannahafnarflugvelli. Hjólabúnaður vélarinnar gaf sig þegar hún lenti á flugbrautinni, með 44 farþega innanborðs.

Enginn slasaðist alvarlega. Vélin var að koma frá Björgvin í Noregi. Talsmaður dönsku flugstjórnarinnar sagði nú undir kvöld að allar 27 flugvélar SAS af þessari gerð hafi þegar verið kyrrsettar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×