Erlent

Mynd Elton John er ekki klám

Ríkissaksóknari Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöðu að mynd af tveimur nöktum stúlkum í eigu Sir Elton John sé ekki klám. Myndin sem tekin var af bandaríska ljósmyndaranum Nan Goldin var gerð upptæk á sýningu í listamiðstöðinni í Gateshead í síðasta mánuði.

 

Sir Elton fær því myndina aftur í hendur. Það er hinsvegar athyglisvert að ríkissaksóknarinn komst að sömu niðurstöðu árið 2001 er hann rannsakaði myndina. Myndin hefur verið sýnd víða um heim og hún fór á uppboð hjá Sotheby í New York árin 2002 og 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×