Öflugur jarðskjálfti hristi upp í Taívan í dag. Ekki hefur frést af manntjóni eða skemmdum. Skjálftinn mældist 6,2 á Richterskalanum. Hann átti upptök sín á 5 kílómetra dýpi undir sjávarbotninum úti fyrir austurströnd eyjunnar. Jarðskjálftar eru tíðir í Taívan.
Versti skjálfti nýliðinna ára skók Taívan í september árið 1999. Sá mældist 7,6 á Richter og eyðilagði eða skemmdi 50 þúsund byggingar.