Starfsmaður danska þjóðþingsins hefur verið handtekinn fyrir að hafa undir höndum örvandi fíkniefni. Dagblaðið Berlingske Tidende greindi frá því í nóvember síðastliðnum að fíkniefnaleifar hefðu fundist á þremur klósettum þinghússins í Kristjánsborgarhöll.
Starfsmaðurinn hefur játað að hafa neytt kókaíns í vinnunni og hefur honum verið vikið frá störfum.