Enski boltinn

Hélt að Terry væri dauður

NordicPhotos/GettyImages

Markvörðurinn Manuel Almunia hjá Arsenal segist hafa óttast að John Terry væri dauður þegar hann lá hreyfingarlaus á vellinum eftir að hafa fengið spark í höfuðið í bikarúrslitaleik Chelsea og Arsenal um helgina.

Terry fékk þungt höfuðhögg þegar Abou Diabi sparkaði óvart í höfuð hans og lá hreyfingarlaus eftir á vellinum. "Ég var mjög hræddur þegar ég sá þetta, því þegar maður horfði í augun á honum leit út fyrir að hann væri dauður. Þetta var hræðileg sjón," sagði markvörðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×