Erlent

Þurfa að standast próf til að fá ríkisborgararétt

Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.
Frá Strikinu í Kaupmannahöfn.

Þeir sem hyggjast sækja um danskt ríkisfang frá og með miðjum maí verða að standast sérstakt próf til þess að fá það. Eftir því sem Berlingske Tidende greinir frá er um að ræða próf þar sem spurt er um helstu þætti dansks samfélags og verða umsækjendur um danskan ríkisborgararétt að hafa 70 prósent svaranna rétt. Það er innflytjendaráðuneyti Danmerkur sem hefur umsjón með prófinu en það verður kynnt í dag og prófað í tungumálamiðstöðvum í Kaupmannahöfn á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×