Erlent

Sprenging við herstöð Cheney

AP

Sprenging nærri hliðum aðalherstöðvar Bandaríkjamanna í Afganistan grandaði tuttugu vegfarendum í morgun en Dick Cheney varaforseti Bandaríkjanna gisti herstöðina í nótt. Um sjálfsmorðsárás var að ræða og hafa uppreisnarmenn Talibana lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. Cheney kom óvænt til Afganistan í gær og ætlaði að hitta Hamid Karzai forseta landsins en tafðist vegna veðurs. Cheney særðist ekki í sprengingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×