Erlent

Eldur braust út í ferju á hafi úti

Samkvæmt farþegaskrám ferjunnar voru 350 manns um borð þegar eldurinn kviknaði.
Samkvæmt farþegaskrám ferjunnar voru 350 manns um borð þegar eldurinn kviknaði. MYND/AP

Að minnsta kosti sextán manns létust þegar eldur braust út í ferju í Javahafi á Indónesíu á fimmtudaginn. Hundruð manna þurftu að stökkva í sjóinn til að forða sér frá eldinum, sumir með smábörn í fanginu.

Meira en tíu var enn saknað í gær að sögn talsmanns indónesíska hersins og leituðu herskip að fólkinu í sjónum. Algengt er þó að skrár yfir farþega séu ónákvæmar og því er líklegt að enn fleiri sé saknað.

Talið var að orsök eldsins sé að kviknað hafi í flutningabíl sem var hlaðinn af einhvers konar efnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×