Erlent

Pútín ætlar sér forsætisráðherraembættið

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, gaf út þá yfirlýsingu í dag að hann yrði í forystu fyrir flokk sinn, Sameinað Rússland, í þingkosningunum þann 2. desember. Hann telur raunhæft að verða skipaður forsætisráðherra eftir kosningarnar fari flokkurinn með sigur af hólmi eins og flestir bendir til.

Eins og oft hefur komið fram lýkur forsetaferli Pútíns á næsta ári og honum er óheimilt að sækjast eftir endurkjöri sem slíkur næsta kjörtímabil. Hins vegar er hann síður en svo hættur í pólitík og flestir telja allar líkur á að hann muni gefa kost á sér til forsetaembættisins eftir að næsta kjörtímabili lýkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×