Erlent

Nýr stjórnarmeirihluti í Úkraínu

Yushchenko forseti kaus ásamt konu sinni í gær.
Yushchenko forseti kaus ásamt konu sinni í gær.

Útgönguspár benda til að flokkur Viktors Yushchenko og flokkur Yulia Tymoshenko geti myndað stjórnarmeirihluta í Úkraínu. Kosið var í gær.

Samkvæmt spám hlaut flokkur Viktors Yanukovych forsætisráðherra tæp 36%. Flokkur Yushchenko forseta og flokkur Yulia Tymoshenko eru hins vegar með samtals 45% fylgi.

Kosningarnar um helgina eru þriðju þingkosningarnar í Úkraínu á þremur árum. Efnt var til þeirra til að freista þess að leysa deilu sem lengi hefur ríkt milli Yushchenko og Yanukovych, en sá síðarnefndi er mikill talsmaður fyrir nánum tengslum milli úkraínu og Rússlands.

Yushchenko og Tymoshenko ákváðu skömmu fyrir kosningarnar að mynda með sér samkomulag sem fæli í sér að Tymoshenko yrði forsætisráðherra. Gert er ráð fyrir að Tymoshenko fari fram á stjórnarmyndunarumboð í dag.

Tymoshenko var býsna brött í samtölum við blaðamenn eftir að niðurstöður útgönguspánna urðu ljósar og sagði að þess yrði skammt að bíða að ríkisstjórn hennar héldi sinn fyrsta blaðamannafund. Yanukovych hefur hins vegar ekki enn játað sig sigraðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×