Erlent

Forseti Ekvador lýsir yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings

Rafael Correa er búinn að lýsa yfir sigri.
Rafael Correa er búinn að lýsa yfir sigri.

Rafael Correa, forseti Ekvador hefur lýst yfir sigri í kosningum til stjórnlagaþings, sem fóru fram í gær. Ekki er búið að tilkynna um niðurstöður kosninganna en útgönguspár benda til að flokkur Correas fái rúman meirihluta á þinginu. Forsetinn vill að stjórnlagaþingið geri verulegar breytingar á stjórnarháttum í landinu. Andmælendur forsetans segja hins vegar að þær breytingar sem forsetinn hafi í huga verði einungis til þess að auka vald hans. Þrír forsetar hafa ríkt í Ekvador á aðeins 10 árum og ríkisstjórnir þar í landi hafa oft sætt mikilli gagnrýni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×