Brasilíumaðurinn Ronaldo æfði í morgun í fyrsta skipti með AC Milan í langan tíma en liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir HM félagsliða sem fer fram þar í landi.
Ronaldo hefur aðeins náð að spila einn leik á tímabilinu vegna þrálátra meiðsla en þó svo að hann sé byrjaður að æfa er hæpið að hann verði orðinn klár fyrir undanúrslitaleikinn gegn Urawa Reds á fimmutdag.
Þó er vonast til að hann gæti orðið klár fyrir úrslitaleikinn á sunnudag, vinni AC Milan japanska liðið.
„Hann vill ólmur spila á nýjan leik og þurfum við á honum að halda inn á vellinum,“ sagði félagi hans Andrea Pirlo. „Ég vona að hann haldi áfram að æfa án vandræða og spili jafnvel með okkur.“