Enski boltinn

Robben: Samningaviðræðurnar ganga illa

Robben er reglulega orðaður við Real Madrid
Robben er reglulega orðaður við Real Madrid NordicPhotos/GettyImages

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben segir samningaviðræður sínar við Chelsea ganga illa. Nýr fimm ára samningur hefur verið á borðinu um nokkurt skeið en á meðan var Chelsea að ganga frá kaupum á öðrum útherja, Florent Malouda. Robben hefur því eðlilega verið sagður á förum frá Chelsea og hefur Real Madrid verið kallað líklegasta félagið til að landa honum.

"Við verðum bara að sjá til hvað gerist á næstunni. Ég hef ekki skrifað undir nýjan samning enn og samningaviðræðurnar ganga ekki vel," sagði Robben, sem hefur verið orðaður mikið við Real Madrid - svo mikið að Chelsea er að hugsa um að fara í mál við spænska félagið.

"Það er alltaf gaman fyrir leikmann að vita að önnur félög séu að sýna áhuga sinn. Það sýnir að maður er góður leikmaður og flokkast undir hrós," sagði Hollendingurinn. Chelsea hótaði fyrir nokkru að kæra forseta Real Madrid fyrir opinskáar yfirlýsingar hans í garð fyrirhugaðra kaupa á Robben.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×