Fatastærðir fyrir konur eru nú teknar til endurskoðunar á Spáni eftir að ríkisstjórnin ákvað að sporna við ímyndarþrýstingi á ungar stúlkur. Ein af breytingunum verður sú að búðareigendur eiga að stylla út breiðari gínum. Nokkrir mánuðir eru síðan sett var bann við of grönnum fyrirsætum á tískuvikunni í Madrid.
Á Spáni er ekki óalgengt að konur fari með margar stærðir af sömu flíkinni inn í búningsherbergi, þar sem ómögulegt er að vita fyrirfram hvaða stærð þær þurfi.
Til að finna út raunverulegar stærðir spænskra kvenna munu spænsku neytendasamtökin taka mál af meira en 8,000 konum á aldrinum 12-70 ára. Ríkisstjórnin áformar að fyrir næsta ár verði nýr staðall fyrir fatastærðir kominn í gagnið.
Stærstu tískuverslanirnar hafa þegar samþykkt að rýmka stærðirnar fyrir vaxandi fólksfjölda á Spáni og munu breytingarnar hafa áhrif víðar þar sem alþjóðlegar tískukeðjur eins og Zara og Magno eru í hópi þeirra.