Enski boltinn

Leikmaður 4. umferðar: Frank Lampard

Fjögur mörk í fjórum leikjum, þar af eitt í landsleik. Meira þarf ekki að segja um formið sem Frank Lampard er í þessa daganna. Chelsea getur haldið áfram að spila grútleiðinlegan varnarbolta í allan vetur svo lengi sem menn eins og Lampard dúkka upp einu sinni í leik með gott skot sem markverðir andstæðinganna ráða ekki við.

Þrátt fyrir að hafa verið lykilmaður í liði Chelsea undanfarin ár virðist Lampard vera einn af þessum leikmönnum sem sífellt eru vanmetnir. Enska pressan er ekki hrifinn honum. Finnst hann of þungur og fyrirsjánlegur leikmaður. Einhver sem aldrei gerir neitt spennandi á vellinum. Of mikið eftir bókinni.

En auðvitað skiptir það engu máli. Mourinho elskar Lampard og gerir sér grein fyrir miklivægi hans. Þess vegna hefur hann lagt mikla áherslu á að Lampard skrifi undir nýjan samning við félagið. Það hefur þó reynst flókið mál. Lampard á tvö ár eftir af samningi sínum við Chelsea og hefur nú frestað því í töluverðan tíma að endurýja.

Lampard neitar því að deilur séu í gangi á milli hans og félagsins en því taka fáir trúanlega. Lampard vill einfaldlega vera hæstlaunaðasti leikmaður Chelsea af þeirri einföldu ástaæðu að hann er mikilvægasti leikmaður félagsins.

Því hefur verið haldið fram að ef Lampard skrifar ekki undir hjá Chelsea fljótlega muni hann fara að ráðum unnustu sinnar Ellen Rivas. Hún er frá Barcelona og þrái ekkert heitara en að fara með Frank sinn heim til Spánar og láta hann spila með uppáhaldsliði fjölskyldur sinnar. Tíminn verður að leiða það í ljós en þangað til mun Frank Lampard halda áfram að vera einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar og enska landsliðsins.

Nafn: Frank James Lampard

Fæddur: Romford, 20 júní 1978

Félög: West Ham, Swansea (á láni), Chelsea

Númer: 8




Fleiri fréttir

Sjá meira


×