Sjóliðanna bíður líklega ákæra 31. mars 2007 13:00 Bresku sjóliðarnir fimmtán sem Íranar hafa í haldi sínu verða líklega ákærðir og dregnir fyrir dómara. Undirbúningur að lögsókn gegn þeim er sagður standa yfir. Bandaríkjastjórn ljáir ekki máls á að láta íranska fanga í skiptum fyrir Bretana. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni. Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Bresku sjóliðarnir fimmtán sem Íranar hafa í haldi sínu verða líklega ákærðir og dregnir fyrir dómara. Undirbúningur að lögsókn gegn þeim er sagður standa yfir. Bandaríkjastjórn ljáir ekki máls á að láta íranska fanga í skiptum fyrir Bretana. Rúm vika er síðan sjóliðarnir voru handteknir við eftirlitsstörf í Shatt al-Arab-ósnum í botni Persaflóa, að sögn stjórnvalda í Teheran vegna þess að þeir voru í íranskri lögsögu. Örlög þeirra hafa undanfarna daga verið bitbein ríkisstjórna Bretlands og Írans og virðist deila þeirra fara stöðugt harðnandi. Í gærkvöld fullyrti Gholam-Reza Ansari, sendiherra Írans í Rússlandi í samtali við þarlenda sjónvarpsstöð, að rannsókn stæði nú yfir á meintum brotum sjóliðanna og komi í ljós nægar vísbendingar um sekt þeirra verða þeir ákærðir og dregnir fyrir dóm. Ansari skoraði auk þess á bresk stjórnvöld að viðurkenna mistök sín og biðjast afsökunar á þeim. Litlar líkur eru á að honum verði að ósk sinni. Tony Blair forsætisráðherra Bretlands fór mjög hörðum orðum um Írana í gær eftir að þeir birtu sjónvarpsmynd af einum sjóliðanna þar sem hann baðst velvirðingar á að hafa siglt inn í lögsöguna. Utanríkisráðherrar ESB skoruðu svo á Írana að láta sjóliðana lausa tafarlaus og án skilyrða. Komið hefur til tals að Bandaríkjamenn láti úr haldi fimm liðsmenn íranska byltingarvarðarins sem þeir handtóku í írösku borginni Irbil í ársbyrjun gegn því að bresku sjóliðunum verði sleppt. Formælandi bandaríska utanríkisráðuneytisins vísaði þessum hugmyndum hins vegar á bug í gær og sjóliðarnir munu því dúsa áfram í prísund sinni.
Erlent Fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira