Enski boltinn

Vildi ekki fara til West Ham

Ashley Young vildi ekki fara til West Ham.
Fréttablaðið/Gettyimages
Ashley Young vildi ekki fara til West Ham. Fréttablaðið/Gettyimages

Ekki eru allir tilbúnir að ganga til liðs við Eggert Magnússon og félaga hjá West Ham.  Ashley Young, framherji enska liðsins Watford, neitaði að fara til West Ham eftir að Eggert Magnússon var búinn að ná samkomulagi við Watford um að kaupa þennan 21 árs strák fyrir 9,65 milljónir enskra punda eða 1,3 milljarða íslenskra króna.

Watford hafnaði fyrst 7 milljóna punda tilboði en Eggert bauð þá hærra í strákinn.  Eftir að Young lokaði á Upton Park er talið líklegt að Aston Villa og Tottenham berjist um kappann, sem hefur skorað 4 mörk í 23 leikjum á tímabilinu.- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×