Spiluðum Rocky-lögin fyrir og eftir leik 17. janúar 2007 07:00 Áhorfendur og leikmenn Everton og Reading fengu óvænta heimsókn um liðna helgi er bandaríski stórleikarinn Sylvester Stallone var meðal áhorfenda. Fyrir leikinn gekk hann út á miðjan völlinn með Everton-trefil á lofti og fékk gríðarlega góðar viðtökur frá stuðningsmönnum liðsins. Hann sagði að eftir þetta hefði hann gerst stuðningsmaður Everton enda fagnaði hann gífurlega jöfnunarmarki Andy Johnson seint í leiknum. Ívar Ingimarsson er annar tveggja Íslendinga sem leika með Reading og spilaði hann allan leikinn. Hann segir að heimsókn Stallone hafi verið skemmtileg viðbót við leikinn. „Ég fékk þó ekki að hitta kallinn, því miður,“ sagði Ívar við Fréttablaðið. „Þetta var ekkert smáræðismál og mikið umstang í kringum komu hans á völlinn. Við tókum þátt í þessu og spiluðum öll Rocky-lögin í búningsklefanum okkar bæði fyrir og eftir leik. Það var mikil stemmning hjá okkur.“ Ívar játar því að hafa horft á bæði Rocky- og Rambómyndirnar í æsku og hrifist með eins og allir stráklingar. „Ég held að allir hafi einhverntímann hlaupið upp nokkrar tröppur og fagnað ógurlega. Það var líka gaman að því að markmannsþjálfarinn okkar er nokkuð líkur honum og fékk óspart að kenna á því í kjölfarið.“ Stallone var staddur í Englandi til að kynna nýjustu Rocky-myndina, sem er sú sjötta í röðinni. Hún er væntanleg í íslensk kvikmyndahús í næsta mánuði. „Ég er nú ekki búinn að sjá myndina enn en á eflaust eftir að skella mér á hana eftir þessa upplifun,“ sagði Ívar og hló. Reading siglir annars lygnan sjó í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti með 31 stig eftir 23 umferðir. „Það er vonandi að við höldum áfram á þessari braut,“ sagði Ívar. „Markmiðið var alltaf að ná fjörutíu stigum og ég efast ekki um að það sé stutt í að við náum því.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Áhorfendur og leikmenn Everton og Reading fengu óvænta heimsókn um liðna helgi er bandaríski stórleikarinn Sylvester Stallone var meðal áhorfenda. Fyrir leikinn gekk hann út á miðjan völlinn með Everton-trefil á lofti og fékk gríðarlega góðar viðtökur frá stuðningsmönnum liðsins. Hann sagði að eftir þetta hefði hann gerst stuðningsmaður Everton enda fagnaði hann gífurlega jöfnunarmarki Andy Johnson seint í leiknum. Ívar Ingimarsson er annar tveggja Íslendinga sem leika með Reading og spilaði hann allan leikinn. Hann segir að heimsókn Stallone hafi verið skemmtileg viðbót við leikinn. „Ég fékk þó ekki að hitta kallinn, því miður,“ sagði Ívar við Fréttablaðið. „Þetta var ekkert smáræðismál og mikið umstang í kringum komu hans á völlinn. Við tókum þátt í þessu og spiluðum öll Rocky-lögin í búningsklefanum okkar bæði fyrir og eftir leik. Það var mikil stemmning hjá okkur.“ Ívar játar því að hafa horft á bæði Rocky- og Rambómyndirnar í æsku og hrifist með eins og allir stráklingar. „Ég held að allir hafi einhverntímann hlaupið upp nokkrar tröppur og fagnað ógurlega. Það var líka gaman að því að markmannsþjálfarinn okkar er nokkuð líkur honum og fékk óspart að kenna á því í kjölfarið.“ Stallone var staddur í Englandi til að kynna nýjustu Rocky-myndina, sem er sú sjötta í röðinni. Hún er væntanleg í íslensk kvikmyndahús í næsta mánuði. „Ég er nú ekki búinn að sjá myndina enn en á eflaust eftir að skella mér á hana eftir þessa upplifun,“ sagði Ívar og hló. Reading siglir annars lygnan sjó í ensku úrvalsdeildinni og er í níunda sæti með 31 stig eftir 23 umferðir. „Það er vonandi að við höldum áfram á þessari braut,“ sagði Ívar. „Markmiðið var alltaf að ná fjörutíu stigum og ég efast ekki um að það sé stutt í að við náum því.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira