Erlent

Abbas frestar ræðu

AP

Mahmoud Abbas forseti Palestínu hefur frestað ræðu sem hann ætlaði að halda í dag um nýja þjóðstjórn Palestínumanna sem samið var um í Mekka í síðustu viku. Ástæðan fyrir þessari frestun er sú að enn eiga Hamas og Fatah eftir að koma sér saman um skipan í nokkur lykilembætti. Þrátt fyrir að ræðuhöldunum hafi verið frestað mun Abbas í dag funda með Ismail Haniya forsætisráðherra og Hamas-liða þar sem þær ræða frekari útfærslur á fyrirkomulagi þjóðstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×