Íslenski boltinn

Lagt til að fjölga liðum í efstu deild

Stefnt er á að fjölga liðum í efstu deild karla árið 2008
Stefnt er á að fjölga liðum í efstu deild karla árið 2008 Mynd/E.Stefán

Stjórn KSÍ hefur samþykkt að leggja fram tillögu á næsta ársþingi um að fjölga liðum í Landsbankadeild og 2. deild karla árið 2008, auk þess að leggja til að fjölga liðum í Landsbankadeild kvenna í 9 á næsta tímabili.

Verði tillagan samþykkt verða 12 lið í öllum þremur efstu deildunum í karlaflokki árið 2008, en eins og staðan er í dag er 1. deildin eina deildin sem inniheldur 12 lið.

Flutningur liða milli deilda yrði þá eftirfarandi ef tillagan nær fram að ganga:

Lið nr. 10 í Landsbankadeild flyst í 1. deild.

Lið nr. 1, 2 og 3 í 1. deild flytjast í Landsbankadeild.

Lið nr. 12 í 1. deild flyst í 2. deild.

Lið nr. 1, 2 og 3 í 2. deild flytjast í 1. deild.

Lið nr. 10 í 2. deild flyst í 3. deild.

Lið nr. 1, 2, 3, 4 og 5 í 3. deild flytjast í 2. deild. (Aukaleik þarf til að ákvarða lið nr. 5)

 

Tillagan um fjölgun liða um eitt í Landsbankadeild kvenna hefur komið fram vegna kærumálsins fræga milli Þórs/KA og ÍR síðan í sumar, en það hefur vakið harðar deilur og yrði það því ef vil vill ágætis málamiðlun ef tillagan nær fram að ganga.

Greint er frá þessu á vef KSÍ í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×