Enski boltinn

Bent má fara fyrir rétt verð

Darren Bent verður líklega frá keppni næstu fimm vikurnar eða svo
Darren Bent verður líklega frá keppni næstu fimm vikurnar eða svo NordicPhotos/GettyImages

Alan Curbishley, nýráðinn stjóri Charlton í ensku úrvalsdeildinni, hefur nú viðurkennt að félagið gæti þurft að selja framherjann Darren Bent - en aðeins ef rétt verð fæst fyrir hann.

Charlton er sagt vilja hærri upphæð en þær 7 milljónir punda sem talið er að Tottenham hafi þegar boðið í leikmanninn. Bent er raunar meiddur á hné og verður frá keppni næstu vikurnar.

"Það lítur út fyrir að hann hafi fallið eitthvað í verði en ef menn halda að hann sé falur fyrir 7 milljónir punda, er þá að dreyma. Hann er algjör toppleikmaður og er í enska landsliðinu. Hann er leikmaður Charlton í augnablikinu, en við þurfum á leikmönnum að halda sem geta hjálpað okkur strax," sagði Curbishley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×