Erlent

Bensínverð mun líklega lækka

Á tveimur dögum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um níu prósent.
Á tveimur dögum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um níu prósent. MYND/AP

Bensínverð mun að öllum líkindum lækka á næstunni hér á landi, eftir mikla lækkun á heimsmarkaði. Á tveimur dögum hefur heimsmarkaðsverð á olíu lækkað um níu prósent og er nú 55 til 56 dollarar á tunnu. Það hefur ekki verið lægra síðan í júní í hitt í fyrra. OPEC, samtök olíuútflutningsríkja fylgjast með farmvindu mála og munu væntanlega grípa inn í með því að draga úr framleiðslu ef verðið heldur áfram að lækka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×