Misvísandi kannanir á lokasprettinum 12. maí 2007 08:15 Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent. Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent.
Kosningar 2007 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira