Enski boltinn

Van Persie er að verða einn af þeim bestu

Van Persie skoraði tvö mörk í gær
Van Persie skoraði tvö mörk í gær NordicPhotos/GettyImages

Thierry Henry sneri til baka úr meiðslum hjá Arsenal í gær og átti stóran þátt í stórsigri liðsins á Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að félagi sinn í framlínunni Robin van Persie sé að verða einn besti leikmaðurinn í deildinni eftir að sá hollenski skoraði tvö mörk í leiknum í gær.

"Van Persie hefur sýnt það síðan hann kom hingað að hann getur skorað glæsileg mörk og hann hefur möguleika á að verða einn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur þroskast mikið og hann gerir hluti á æfingum sem ég hef ekki séð marga leika eftir," sagði Henry 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×