Íslenski boltinn

FH vann í Keflavík

Íslandsmeistarar FH eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir Landsbankadeildar karla í knattspyrnu en í kvöld vann liðið góðan sigur á Keflavík á útivelli, 2-1. Öll mörkin komu í síðari hálfleik en Matthías Guðmundsson skoraði sigurmarkið á 80. mínútu.

Leikurinn í Keflavík í kvöld var nokkuð fjörugur en þrátt fyrir nokkur ágæt færi í fyrri hálfleik náði hvorugt liðið að skora.

Arnar Gunnlaugsson kom FH-ingum yfir á 54. mínútu með laglegu marki en Simun Samuelsson jafnaði fyrir heimamenn átta mínútum síðar. Matthías tryggði Íslandsmeisturunum síðan öll þrjú stigin með fallegu marki þegar 10 mínútur voru til leiksloka en þá skaut hann góðu skoti rétt við vítateigslínuna sem Ómar Jóhannsson réð ekki við.

FH hefur hlotið sex stig eftir fyrstu tvo leiki deildarinnar en Keflavík er með þrjú stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×