Erlent

Ein blóðugustu innanlandsátök í áratugi

Hermenn líbanska hersins í Tripoli.
Hermenn líbanska hersins í Tripoli. MYND/AFP

Um fimmtíu manns hafa látist í átökum líbanska hersins og sveita herskárra uppreisnarmanna í Líbanon í dag. Átökin eru ein blóðugustu innanlandsátök í landinu í áratugi. Bardagar brutust út við palestínskar flóttamannabúðir nærri borginni Tripoli í nótt. Líbönsk yfirvöld segjast hafa fulla stjórn á ástandinu en hermenn hafa í dag setið um byggingar í borginni þar sem öfgamenn hafast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×