Erlent

Telja hugsanlegt að Íranar hafi rænt fyrrverandi FBI-manni

Frá Teheran.
Frá Teheran. MYND/Reuters

Bandaríkjastjórn telur hugsanlegt að fyrrverandi starfsmaður bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sé í haldi Írana. Þetta hefur Reuters-fréttaveitan eftir ónafngreindum heimildarmanni í bandaríska utanríkisráðuneytinu.

Ekkert hefur spurst til Roberts Levinson, fyrrverandi starfsmanns FBI, frá því að hann hélt til eyjunnar Kish undan ströndum Írans í byrjun marsmánaðar.

Njósnamálaráðherra Írans lét hafa eftir sér í gær að Íranar héldu ekki Levinson en að hann myndi kanna málið en Bandaríkjamenn hafa sent fimm fyrirspurnir til Írans um Levinson.

Bandarísk yfirvöld hafa þó enga sönnun lagt fram um það að Levinson sé í haldi Írana aðra en frétt í Finacial Times frá því fyrr í mánuðinum en ekki liggur fyrir í hvaða erindagjörðum Levinson var á írönsku eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×