Fótbolti

Eric Abidal má fara frá Lyon

Eric Abidal.
Eric Abidal. MYND/Getty

Franski landsliðsbakvörðurinn Eric Abidal hjá Lyon hefur fengið grænt ljós frá Jean-Michel Aulas, stjórnarformanni félagsins, um að leita sér að nýjum liði utan Frakklands. Abidal þykir gríðarlega öflugur vinstri bakvörður og er líklegur til að vekja áhuga margra af helstu stórliðum Evrópu.

Abidal hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Lyon og því er líklegt að Aulas sé reiðubúinn að selja hann í sumar í stað þess að missa hann fyrir ekki neitt árið 2009. Aulas segist þó heldur vilja sjá hann áfram í herbúðum Lyon.

“Abidal er einn af örfáum leikmönnum sem ég væri tilbúinn að bjóða ævilangan samning. Hann er sigurvegari og leikmaður sem öll lið vildu hafa í sínum röðum. Við höfum átt í viðræðum um nýjan samning en hann er hikandi og því myndi ég hlusta á góð tilboð sem bærust í hann,” segir Aulas.

Real Madrid, Liverpool, Arsenal og Tottenham eru öll sagð hafa áhuga á hinum 27 ára gamla varnarmanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×