Fótbolti

Ísland steinlá fyrir Belgum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu skipað drengjum yngri en 17 ára steinlá í dag 5-1 fyrir heimamönnum Belgum í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins. Belgarnir komust í 1-0 í leiknum en Kolbeinn Sigþórsson jafnaði metin á 19. mínútu. Heimamenn tóku síðan öll völd á vellinum í síðari hálfleik og skoruðu þar fjögur mörk. Englendingar sigruðu í riðlinum en íslenska liðið var á botninum án stiga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×