Vél bilaði í litlum sjóstangaveiðibáti, þegar hann var staddur út af Ísafjarðardjúpi í gærkvöldi, í átta báta samfloti, áleilðis til Suðureyrar. Annar bátur úr hópnum tók hann í tog og ætlaði að draga hann til Ísafjarðar, en vélin í honum bilaði líka þegar bátarnir voru komnir inn á Skutulsfjörðinn.
Björgunarskipið Gunnar Friðriksson var þá sent út og kom með báða bátana í togi til Ísafjarðar um eitt leitið í nótt. Gott veður var á svæðinu og voru bátsverjar ekki í hættu.