Erlent

Leigðu þyrlu undir köttinn

Ítölsk hjón leigðu þyrlu fyrir um milljón kr. svo hægt væri að flytja heimilisköttinn frá Róm til eyjarinnar Sardínu. Þetta gerðui þau að sögn þar sem kötturinn, Fufi, er bæði flug- og sjóhræddur.

Hjónin Luigi og Donna DiMichele voru að flytja búferlum til Sardínu og þar sem Fufi harðneitaði að koma í nálægð við ferjuna eða flugvélar gripu þau til þessa ráðs. Hann virtist nokkuð hamingjusamur í þyrlunni.

Haft er eftir Donnu að Fufi hafi mikla þýðingu fyrir þau hjónin og því fannst þeim þess virði að borga þyrluna undir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×