Erlent

Níu látnir í Mjanmar í dag

MYND/AFP

Níu manns létust og að minnsta kosti ellefu særðust í aðgerðum öryggissveita hersins í Yangon í Mjanmar í dag. Ríkissjónvarp landsins greindi frá þessu og sagði að 31 hermaður hefði slasast þegar mótmælendur reyndu að afvopna þá. Fregnir hafa borist að því að hermenn hafi skotið á fólkið og lamið með byssusköftum.

Talið er að um 70 þúsund manns hafi mótmælt á götum borgarinnar í dag.

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bað í gær yfirvöld í landinu að sýna stillingu og koma í veg fyrir ofbeldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×