Erlent

Spector sóttur aftur til saka

Kviðdómi í Bandaríkjunum mistókst að komast að niðurstöðu um það hvort hinn frægi tónlistarmaður Phil Spector hefði myrt leikkonuna Lönu Clarkson fyrir tæpum fimm árum.

Spector var frægur útsetjari tónlistar á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann býr nú í Los Angeles. Í febrúar 2003 lést Lana Clarkson á heimili hans úr byssuskoti í höfuðið. Spurningin sem kviðdómarar þurftu að svara var: Hleypti Spector af byssunni? Því gátu þeir ekki svarað þegar dómarinn spurði hvort hægt væra að hjálpa þeim að komast að niðurstöðu var svarið samhljóða.

Flestir kviðdómarar virðast hafa talið Spector sekann en einhverjir töldu hugsanlegt að Lana Clarkson hefði tekið eigið líf. Bílstjóri sem kom að húsinu segir að Spector hafi komið út með byssuna í hendi sér og sagt: „Ég held ég hafi drepið einhvern."

Saksóknarar ætla nú að sækja Spector aftur til saka og fjölskylda leikkonunnar segjast ekki munu una sér hvíldar fyrr en Spector er kominn á bak við lás og slá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×