Erlent

Rekin fyrir reykingar eiginmannsins

MYND/365

Bæjaryfirvöld í Óðinvéum ráku í gær danska dagmóður eftir að upp komst að eiginmaður hennar hafði reykt á heimili hjónanna þar sem hún passar börnin. Dagmóðirin sjálf hefur hins vegar aldrei reykt heima hjá sér.

Samkvæmt nýjum reykingalögum í Danmörku er dagmæðrum og öðrum bannað að reykja á þeim stöðum þar sem gæslan fer fram. Gildir þá engu hvort um heimili dagmóðurinnar sé að ræða.

Dagmóðirin sem hér um ræðir segist aldrei hafa reykt á heimili sínu. Þá segir hún eiginmann sinn aðeins hafa reykt innandyra eftir að börnin voru farin úr íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×