Erlent

Mjanmar: Ljósmyndari skotinn til bana

Mikil ringulreið er víða á götum Yangon þar sem ljósmyndarinn var skotinn til bana.
Mikil ringulreið er víða á götum Yangon þar sem ljósmyndarinn var skotinn til bana. NYND/AFP

Erlendur ljósmyndari sem talinn er japanskur, var skotinn til bana í mótmælunum í Yangon í Mjanmar í dag. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir sjúkrahúsyfirvöldum á staðnum.

Vitni segir manninn hafa fallið til jarðar þegar óeirðalögregla skaut að hópi eitt þúsund mótmælenda.

Vitnið segir manninn hafa verið eldri mann með litla myndavél og hann hafi virst kínverskur eða japanskur. Maðurinn var í stuttbuxum en íbúar Mjanmar eru afar sjaldan í slíkum klæðnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×