Erlent

Spennan magnast fyrir forkosningarnar

Hálfur mánuður er í forkosningar í Bndaríkjunum þar sem menn berjast um að fá umboð síns flokks til að bjóða fram í forsetakosningum í nóvember á næsta ári. Það er Iowa ríki sem ríður á vaðið og nýjustu kannanir á meðal þeirra sem líklegir eru til að kjósa demókrata sýna að þau Hillary Clinton og Barack Obama mælast nánast jöfn.

Hillary er með um 33 prósent atkvæða og Obama tæp þrjátíu prósent. John Edwards fylgir í kjölfarið og raunar sýna sumar kannanir þessa þrjá frambjóðendur hnífjafna. Á meðal Rebúblikana eru Rudolph Giuliani, Mike Huckabee og Mitt Romney taldir líklegastir til þess að hreppa hnossið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×