Erlent

Í lagi að bandaríski herinn fari

Forsætisráðherra Íraka reynir að sannfæra umheiminn um að Írakar séu ekki eins háðir herliði Bandaríkjamanna og margir vilja láta. Á sama tíma eykst þrýstingur á bandaríkjaforseta heimafyrir að kalla herliðið sitt heim frá Írak.

Í síðustu viku birtu bandarísk yfirvöld nýja skýrslu um ástandið í Írak. Þar kemur fram að ríkisstjórn Íraks hafa náð tiltölulega fáum markmiðum sínum. Árangur hafi náðst í öryggismálum en hann skorti verulega á öðrum sviðum eins og í skiptingu olíutekna milli þjóðarbrota.

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraka, hefur legið undir ámæli vegna þessa. Í gær reyndi hann að slá á gagnrýnisraddir. Hann sagði áhyggjur af herliði Íraka og þróunar í á sviði stjórnmála í landinu óþarfar. Maliki sagði Bandaríkjamenn geta farið með herlið sitt heim hvenær sem þeir vildu og ef til þess kæmi gæti írakst herlið séð um öryggi borgaranna.

Þrýstur á Bush Bandaríkjaforseta að kalla herlið sitt heim frá Írak hefur aukist jafnt og þétt. Í síðustu viku samþykkti fulltrúadeild Bandaríkjaþings frumvarp um að herliðið yrði kallað heim. Bush hefur sagt að ekki sé tímabært fyrir Bandaríkjamenn að hverfa að fullu frá Írak og líkur má að því leiða að hann beiti neitunarvaldi gegn frumvarpinu komi til þess, en það hefur hann gert áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×