Franska lögreglan leitar morðingja sem flúði úr fangelsi Jónas Haraldsson skrifar 15. júlí 2007 15:18 Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga. Erlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga.
Erlent Mest lesið Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Innlent Innbrot og slagsmál í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira