Franska lögreglan leitar morðingja sem flúði úr fangelsi Jónas Haraldsson skrifar 15. júlí 2007 15:18 Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga. Erlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira
Franska lögreglan leitar nú að dæmdum morðingja sem flúði á reyfarakenndan hátt úr fangelsi í suðausturhluta Frakklands seint í gærkvöldi. Fjórir hettuklæddir menn rændu þyrlu í borginni Cannes, sem er ekki langt frá fangelsinu í Grasse. Þeir neyddu flugmann þyrlunnar til þess að aðstoða sig. Hann lenti þyrlunni síðan á þaki fangelsisins, á stað þar sem verðirnir gátu ekki skotið á þá. Því næst gripu þeir til þungavinnuvéla og beittu þeim á tvær hurðir til þess að brjótast inn í einangrunarklefa í fangelsinu og frelsa Pascal Payet, dæmdan morðingja. Aðgerðin öll tók aðeins um fimm mínútur.Í annað sinn sem Payet flýr á þyrluÞyrlan sem Payet notaðist við á flóttanum.MYND/AFPÞetta var í annað skiptið sem Payet notast við þyrlu til þess að flýja úr fangelsi. Hann var að sitja af sér þrjátíu ára dóm fyrir að myrða öryggisvörð í ráni á brynvörðum bíl. Payet var reglulega færður á milli fangelsa á þriggja mánaða fresti þar sem hann þótti líklegur til þess að reyna að komast undan.Árið 2001 flúði hann fangelsið í Luynes á þyrlu og tveimur árum síðar fór hann sjálfur á sama stað á þyrlu til þess að frelsa þrjá samverkamenn sína.Dómsmálaráðherra fyrirskipar rannsóknDómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, sést hér ræða við fangelsisstjórann í Grasse, fangelsinu sem Payet flúði úr.Dómsmálaráðherra Frakka, Rachida Dati, hefur þegar fyrirskipað rannsókn á flóttanum og því hversu örugg fangelsi í Frakklandi raunverulega eru. Þá sagði framkvæmdastjóri stéttarfélags fangavarða það nauðsynlegt að ræða hvernig ætti að taka á svona atvikum og hvernig eigi að bregðast við því að svo virðist sem sérþjálfaðar hersveitir séu ráðnar til þess að frelsa fanga.
Erlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Götum lokað í miðborginni vegna aðgerðar sérsveitar Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Fleiri fréttir Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Sjá meira