Erlent

Þrýst á um frekari refsiaðgerðir gegn Íran

Bandaríkjamenn ætla að þrýsta á um að Íranar verði beittir enn frekari refsiaðgerðum í kjölfar niðurstaðna nýrrar skýrslu alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir að Íranar hafi sýnt meiri samstarfsvilja síðustu mánuði í málinu þá hafi þeir á sama tíma stóreflt framleiðslu sína á auðguðu úrani.

Talsmenn Hvíta hússins segja skýrsluna sýna að stjórnvöld í landinu láti enn ekki segjast þrátt fyrir þrýsting heimsbyggðarinnar en Öryggisráð sameinuðu þjóðanna hefur nú í tvígang ályktað um að Íran láti af auðgun úrans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×